Fimm drepnir í flugskeytaárás Rússa

Viðbragðsaðilar að störfum í rústum byggingarinnar í Kostyantynivka.
Viðbragðsaðilar að störfum í rústum byggingarinnar í Kostyantynivka. AFP

Fimm voru drepnir í flugskeytaárás Rússa á miðstöð mannúðarmála í austurhluta Úkraínu í nótt.

„Flugskeytum var skotið á bæinn Kostyantynivka aðfaranótt 24. mars. Eitt flugskeytið lenti á einnar hæða byggingu,“ sagði í tilkynningu frá viðbragðsaðilum á Telegram. Fram kom að þrjár konur og tveir menn hefðu látist.

Konurnar sem létust höfðu flúið frá borgunum Bakhmút, Chasiv Yar og Opytne þar sem hart hefur verið barist.

Kostyantynivka er um 25 kílómetrum vestur af Bakhmút.

mbl.is