Metfé gæti fengist fyrir merka biblíu

Bókin, sem nefnist Codex Sassoon, er meira en þúsund ára …
Bókin, sem nefnist Codex Sassoon, er meira en þúsund ára gömul. AFP

Elsta heildstæða varðveitta biblían á hebresku verður nú til sýnis í Tel Aviv í Ísrael í viku.

Í framhaldinu verður bókin seld á uppboði í New York og samkvæmt umfjöllun SVT er búist við því að metverð fáist fyrir hana, en hún er metin á 30–50 milljón dali.

Blaðsíða úr bókinni.
Blaðsíða úr bókinni. AFP

Hvarf í 500 ár

Bókin, sem nefnist Codex Sassoon, er meira en þúsund ára gömul og inniheldur allar 24 bækur hebresku biblíunnar sem í kristinni trú gengur undir heitinu Gamla testamentið. Að sögn Sharon Mintz, hjá uppboðshúsinu Sotheby's, var bókin skrifuð í Ísrael eða Sýrlandi í kringum árið 900, en ekki er vitað hver skrifaði hana eða fyrir hvern.

Framan af gekk bókin á milli ýmissa eigenda en hvarf síðan í 500 ár, þar til hún birtist á ný 1929 í eigu Davids Solomon Sassoon, en síðan hefur bókin verið kennd við hann. Bókin var síðast til sýnis opinberlega 1982 á Breska bókasafninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »