Myndskeið úr lofti sýnir eyðilegginguna

Skjáskot úr myndskeiðinu þar sem rústirnar eftir hvirfilbylinn sjást glögglega.
Skjáskot úr myndskeiðinu þar sem rústirnar eftir hvirfilbylinn sjást glögglega.

Að minnsta kosti 23 eru látnir eftir að hvirfilbylur tætti sig í gegnum Mississippi-ríki í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi.

Í það minnsta fjögurra er saknað og tugir fleiri eru slasaðir. Þá eru tugir þúsunda í Mississippi, Alabama og Tennessee án rafmagns.

„Bærinn minn er horfinn“

Í bænum Rolling Fork, þar sem færri en tvö þúsund manns búa, eru heilu raðirnar af húsum og byggingum rústir einar eftir að hvirfilbylurinn fór yfir.

„Bærinn minn er horfinn,“ segir bæjarstjórinn Eldridge Walker í samtali við fréttastofu CNN. „Eyðilegging, á meðan ég lít frá vinstri til hægri, það er það eina sem ég sé.“

Drónamyndskeið af rústum bæjarins hefur vakið athygli í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert