Skógareldur á Spáni farinn úr böndunum

Um 700 slökkviliðsmenn hafa í dag barist við fyrsta stóra skógareldinn á Spáni á þessu ári, sem orðinn er stjórnlaus aðeins rúmum tveimur sólarhringum eftir að hann kviknaði.

Að minnsta kosti 1.500 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldsins.

Yfirvöld segja eldinn, sem geisar um 90 kílómetra norður af Valencia, mjög flókinn viðureignar og að veðuraðstæður séu eins og að sumri til.

Eldurinn er sagður þegar hafa brennt nærri 4.000 hektara af landi, en hann hófst á hádegi á fimmtudag.

mbl.is