Rússar haldi Hvít-Rússum í „kjarnorkugíslingu“

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, forseti Hvíta-Rússlands, og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti.
Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, forseti Hvíta-Rússlands, og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti. AFP/Vladimir Astapkovich

Úkraínsk yfirvöld segja Rússa halda Hvít-Rússum í „kjarnorkugíslingu“ í ljósi þess að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hyggst láta flytja kjarna­vopn vest­ur yfir landa­mær­in til Hvíta-Rúss­lands. 

„Kremlin tók Hvíta-Rússland í kjarnorkugíslingu,“ tísti Oleksí Dani­lov, ráðherra þjóðarör­ygg­is- og varn­ar­mála í Úkraínu, eftir að ákvörðun Pútín var kynnt í gærkvöldi. 

Þá sagði hann að ákvörðun Pútín vera skref í áttina að óstöðugleika innan Hvíta-Rússlands. 

Pútín kveðst hafa náð sam­komu­lagi um kjarnorkuvopnin við hví­trúss­neska for­set­ann Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó.

Lúka­sjen­kó, sem hefur verið við völd í nærri 30 ár, er einn helsti bandamaður Pútín. Innrás Rússa inn í Úkraínu í febrúar í fyrra hófst á landsvæði Hvít-Rússa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina