Yfirlýsingin sýni að Pútín óttist að tapa stríðinu

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti.
Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti. AFP/Aleksey Babushkin

Mik­haíló Pódoljak, ráðgjafi Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta, telur að ákvörðun Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seti að flytja kjarnavopn til Hvíta-Rússlands sýni fram á að Pútín óttist að tapa stríðinu. 

Pódoljak tísti að yfirlýsingin sé fyrirsjáanleg og að hún sýni fram á að hræðsluáróður sé hans eina von. 

Þá viðurkenni Pútín með ákvörðuninni brot á afvopnunarsamningum. 

Úkraínsk yfirvöld hafa óskað eftir neyðar­fundi Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna vegna yfirlýsingar Pútíns. 

 

mbl.is