Nemendum og kennurum boðið að sjá nakinn Davíð

Styttan af Davíð hefur verið til sýnis í Galleria dell'Accademia …
Styttan af Davíð hefur verið til sýnis í Galleria dell'Accademia í Flórens á Ítalíu frá árinu 1873. AFP/Max Rossi

Galleria dell'Accademia-safnið í Flórens á Ítalíu sem hýsir styttu Michaelangelos af Davíð, hefur boðið nemendum og kennurum skóla í Flórída-ríki í Bandaríkjunum að heimsækja safnið.

Tilefnið er að skólastjóri skólans var látinn segja af sér eftir að nemendum var sýnd mynd af styttunni af Davíð. BBC segir frá.

Cecilie Hollberg, safnstjóri Galleria dell'Accademia, hefur boðið skólanum að heimsækja safnið en styttan hefur verið þar til sýnis frá árinu 1873. Segir hún að skólastjórinn ætti að vera verðlaunaður en ekki refsað.

„Ég hélt fyrst að þetta væru falsfréttir, svo ólíklegar og fráleiddar voru þær,“ sagði Hollberg um brottrekstur skólastjórans.

„Greinamunur verður að vera gerður á milli nektar og kláms. Það er ekkert klámfengið við Davíð. Hann er ungur strákur, smali, sem átti látlaus föt samkvæmt Biblíunni. Hann vildi verja fólk sitt með því sem hann átti,“ sagði Hollberg.

Borgarstjóri Flórens, Dario Nardella, hefur einnig boðið kennaranum sem sýndi styttuna til að heimsækja borgina.

Foreldri taldi styttuna klám

Kvört­un­ kom í kjöl­far list­kennslu í skól­an­um þar sem nem­end­um var sýnd Davíðsstytt­an. Stytt­an, sem er ein sú fræg­asta í vest­rænni sögu, sýn­ir nak­inn Davíð, per­sónu úr Biblí­unni sem drep­ur ris­ann Golí­at.

For­eldri barns taldi að efnið væri klám­fengið og tvö önn­ur sögðust hafa viljað vita af kennslu­stund­inni áður en hún fór fram.

Skóla­stjór­inn Hope Carra­saquilla til­kynnti að hún hefði sagt upp störf­um eft­ir að hafa fengið boð um að segja af sér eða vera rek­in. Hún hafði gegnt starf­inu í minna en eitt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina