Myndband sýnir lögregluþjóna skjóta árásarmanninn

Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville …
Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville fyrr í dag. mbl.is

Lögreglan í Nashville-borg í Tennessee hefur nú deilt myndbandi úr líkamsmyndavélum lögreglumanna sem skutu árásarmanninn sem stóð að baki skotárásinni sem framin  var í kristilega barnaskólanum The Covenant School.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sjö létust í árásinni, þar á meðal árásarmaðurinn, hinn 28 ára Aiden Hale. Hale var skotinn til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang.

Fyrr í dag kom fram að um kvenkyns árásarmann væri að ræða en síðar hefur verið greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið trans maður.

Myndir af vopnunum sem Hale hafði meðferðis má sjá hér að neðan.
mbl.is

Bloggað um fréttina