Skildi eftir stefnuyfirlýsingu

Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. …
Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. Þrjú níu ára börn og þrír fullorðnir létust. AFP/Seth Herald

Árásarmaðurinn sem stóð að baki skotárásinni í Nashville, í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum, var 28 ára að aldri. Hann var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi, en við húsleit fundust kort og stefnuyfirlýsing sem tengdust bæði árásinni. 

Þrjú börn og þrír fullorðnir létust í árásinni.

Árásarmaðurinn reyndist vera trans

Fyrr var greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið kona en frekari skoðun á samfélagsmiðlum árásarmannsins leiddi í ljós að hann notaðist við karlkyns fornöfn. Notaði hann nafnið Aiden Hale.

Við rannsókn hefur lögregla komist að því að hann hafi áður verið nemandi við skólann, en ekki er vitað á hvaða árum.

Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. …
Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. Þrjú níu ára börn og þrír fullorðnir létust. AFP/Seth Herald

Fundu kort af skólanum 

Við húsleit á heimili hans fann lögregla vísbendingar sem bentu til þess að um skipulagða árás væri að ræða.

„Við erum með stefnuyfirlýsingu, við erum með skrif sem við erum að skoða,“ sagði John Drake, lögreglustjóri í Nashville, og bætti við að kort hafi einnig fundist sem sýndi nákvæmlega hvernig árásin átti að þróast. Hafði hann hug á að ráðast á fleiri staði en skólannn.

Rannsókn lögreglu stendur yfir. „Það eru, akkúrat núna, tilgáta í lofti sem við getum tjáð okkur um seinna en hún er ekki staðfest,“ sagði Drake.

Börn úr skólanum hitta foreldra sína aftur.
Börn úr skólanum hitta foreldra sína aftur. AFP/Seth Herald

Spurður hvort kynvitund árásarmannsins gæti tengst því að hann ákvað að ráðast inn í skólann sagði Drake að lögregla velti fyrir sér kenningum um það.

Fyrr í mánuðinum voru kynleiðréttingaraðgerðir á börnum bannaðar í ríkinu sem og dragsýningar gerðar ólöglegar. 

Móðir sækir börn sín í skólann eftir skotárásina.
Móðir sækir börn sín í skólann eftir skotárásina. AFP/Seth Herald

Þrjú níu ára börn meðal látinna

Meðal fórnarlambanna voru þrjú börn sem aðeins voru níu ára að aldri, Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs, and William Kinney. Á meðal látinna eru einnig stuðningsfulltrúinn Mike Hill, forfallakennarinn Cynthia Peak og skólastýran Katherine Koonce.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundi lögreglustjóra við fjölmiðla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert