Tveir látnir eftir hnífaárás í Lissabon

Viðbragðsaðilar fyrir framan húsnæðið.
Viðbragðsaðilar fyrir framan húsnæðið. AFP/Patricia De Melo Moreira

Tveir létust og þó nokkrir særðust eftir hnífaárás í miðstöð múslima í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í morgun.

Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, sagði of snemmt að draga ályktanir af því sem þarna gerðist.

„Allt bendir til þess að þetta sé einangrað tilvik,“ sagði hann við blaðamenn.

AFP

Myndir í portúgölsku sjónvarpi sýndu vopnaða lögreglumenn fyrir utan húsnæðið.

Grunaði árásarmaðurinn var skotinn og handtekinn í kjölfarið.

mbl.is