Konungur fékk höfðinglegar móttökur

Karl III Bretakonungur og Frank-Walter Steinmeier hittust í dag við …
Karl III Bretakonungur og Frank-Walter Steinmeier hittust í dag við Brandenborgarhliðið í Þýskalandi. AFP

Mikill fjöldi Þjóðverja tók á móti Karli III Bretakonungi fyrr í dag við Brandenborgarhliðið í Þýskalandi. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands og Elke Büdenbender forsetafrú, tóku á móti konungi og konu hans Camillu við hliðið.

Ferð Bretakonungs til Þýskalands er fyrsta opinbera heimsókn hans til útlanda sem konungur en greint var frá því í síðustu viku að ferð konungs til Frakklands hafi verið frestað vegna mótmæla sem hafa staðið þar yfir að undanförnu.

Karl III fékk konunglegar móttökur við komu sína til Þýskalands.
Karl III fékk konunglegar móttökur við komu sína til Þýskalands. AFP

Á flugvellinum fengu konungshjónin afar hlýjar móttökur en þau voru boðin velkomin í landið með 21 byssuhvelli þeim til heiðurs.

Þegar konungur mætti stóð fjöldi áhorfenda við við torgið er móttökuathöfnin átti sér stað. Margir veifuðu þýskum og breskum fánum og sumir höfðu jafnvel sett á sig pappírskórónu. Konungshjónin og forseti heilsuðu nokkrum velunnurum sínum með handabandi.

Það er engin tilviljun að þjóðarleiðtogarnir mættust við Brandenborgarhliðið en hliðið varð tákn friðar og sameiningar eftir fall Berlínarmúrsins.

Konungshjónin voru óhrædd við að heilsa velunnurum sínum.
Konungshjónin voru óhrædd við að heilsa velunnurum sínum. AFP
mbl.is