Bol­son­aro snúinn aftur til Brasilíu

Bolsonaro hitti flokksfélaga sína í dag.
Bolsonaro hitti flokksfélaga sína í dag. AFP/Handout/Frjálslyndi flokkurinn í Brasilíu

Fyrrverandi forseti Brasilíu, Jair Bol­son­aro, er snúinn aftur til landsins. Bolsonaro flúði til Bandaríkjanna tveimur dögum áður en Luiz Inacio Lula da Silva tók við forsetaembætti Brasilíu. Hefur hann dvalið í Flórída-ríki.

Í næstu viku mun Bolsonaro taka við starfi heiðursforseta Frjálslynda flokksins í Brasilíu. Mánaðarlaun hans verða ein milljóna íslenskra króna.

Stuðningsmenn Bolsonaro mættu á flugvöllinn.
Stuðningsmenn Bolsonaro mættu á flugvöllinn. AFP/Sergio Lima

200 stuðningsmenn mættu

Bolsonaro tapið forsetakosningum fyrir Lula í október.

Í kjölfar kosninganna brutust út mikil mótmæli í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro ruddust inn í þing­hús Bras­il­íu, Hæsta­rétt Bras­il­íu og for­seta­höll lands­ins til að mót­mæla embættis­töku Lula í janúar.

Um 200 stuðningsmenn Bolsonaro tóku fagnandi á móti  honum á flugvellinum í dag. Hann yfirgaf þó flugvöllinn án þess að ræða við stuðningsmenn sína.

Bolsonaro heilsaði ekki upp á stuðningsmenn sína.
Bolsonaro heilsaði ekki upp á stuðningsmenn sína. AFP/Sergio Lima
mbl.is