Fyrrverandi forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, er snúinn aftur til landsins. Bolsonaro flúði til Bandaríkjanna tveimur dögum áður en Luiz Inacio Lula da Silva tók við forsetaembætti Brasilíu. Hefur hann dvalið í Flórída-ríki.
Í næstu viku mun Bolsonaro taka við starfi heiðursforseta Frjálslynda flokksins í Brasilíu. Mánaðarlaun hans verða ein milljóna íslenskra króna.
Bolsonaro tapið forsetakosningum fyrir Lula í október.
Í kjölfar kosninganna brutust út mikil mótmæli í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro ruddust inn í þinghús Brasilíu, Hæstarétt Brasilíu og forsetahöll landsins til að mótmæla embættistöku Lula í janúar.
Um 200 stuðningsmenn Bolsonaro tóku fagnandi á móti honum á flugvellinum í dag. Hann yfirgaf þó flugvöllinn án þess að ræða við stuðningsmenn sína.