Mikil ólga vegna ákærunnar

Tveir eldri synir Donalds Trump hafa tjáð sig um málið …
Tveir eldri synir Donalds Trump hafa tjáð sig um málið á Twitter, auk fjölda stjórnmálamanna. AFP/Ed Jones

Fjölmargir bandarískir stjórnmálamenn, þá sérstaklega repúblíkanar, hafa tjáð sig um ákvörðun ákærudómstóls í New York að ákæra Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir mút­ur­greiðslur til klám­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels. 

Greint var frá því fyrr í kvöld að dóm­stól­inn hafi ákveðið að ákæra Trump. Það hef­ur aldrei áður skeð í sögu Banda­ríkj­anna að fyrr­ver­andi for­seti sé ákærður með þess­um hætti.

Tveir eldri synir Donalds Trump hafa tjáð sig um málið á Twitter, auk fjölda stjórnmálamanna. Þá hefur Clark Brewster, lögmaður Daniels, einnig tjáð sig. 

mbl.is