Nokkrir fórust þegar tvær herþyrlur brotlentu

Nokkrir fórust þegar tvær herþyrlur brotlentu í gær í Kentucky-fylki …
Nokkrir fórust þegar tvær herþyrlur brotlentu í gær í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum. AFP/Gerald Willis

Tvær Black Hawk þyrlur bandaríska hersins í þjálfunarleiðangri brotlentu í gær í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að nokkrir fórust að sögn embættismanna vestra.

Þyrlurnar brotlentu um klukkan 22 í Trigg-sýslu í Kentucky, norðvestur af herstöðinni í Fort Campbell, sagði í yfirlýsingu Bandaríkjahers í morgun.

„Núna er áhersla okkar á hermennina og fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga,“ sagði í yfirlýsingunni.

Herstöðin í Fort Campbell sagði atvikið í rannsókn og að nánari upplýsingar yrðu gefnar út þegar þær liggja fyrir.

mbl.is