Hluta af áhöfn dansks olíuflutningaskips rænt

Monjasa Reformer.
Monjasa Reformer. AFP/Monjasa

Sjóræningjar í Gíneuflóa sem náðu stjórn á dönsku olíuflutningaskipi um síðustu helgi voru hvergi sjáanlegir þegar skipið fannst í gær. Hluta áhafnar skipsins hefur verið rænt. AFP greinir frá.

Sextán manna áhöfn var á skipinu, Monjasa Refomer, þegar sjóræningjar komust um borð um síðustu helgi.

Franski sjóherinn fann skipið í gær utan ströndum Sao Tom og Pricipe en þá höfðu sjóræningjarnir yfirgefið það og höfðu haft á brott með sér hluta áhafnarinnar.

Áhafnarmeðlimir sem björgðust eru við góða heilsu. Ekki var greint frá fjölda áhafnarmeðlima sem hefur verið rænt.

Engar sjáanlegar skemmdir voru á skipinu eða farmi þess.

mbl.is