Neitaði að tjá sig um Trump

Joe Biden ræðir við fjölmiðla fyrir utan Hvíta húsið í …
Joe Biden ræðir við fjölmiðla fyrir utan Hvíta húsið í morgun. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um ákæruna gegn forvera sínum í embætti, Donald Trump.

Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna il að vera ákærður fyrir glæp.

Biden, sem var á leið í dagsferð til bandaríska ríkisins Mississippi, vildi ekki svara þó nokkrum spurningum blaðamanna um ákæruna fyrir framan Hvíta húsið í morgun.

Ákæru­dóm­stóll á Man­hatt­an ákvað í gær­kvöldi að ákæra Trump í tengsl­um við meint­ar mútu­greiðslur hans til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels.

mbl.is

Bloggað um fréttina