Öflugur skýstrókur olli mikilli eyðileggingu

Skýstrókurinn
Skýstrókurinn AFP/Lane Hancock

Stór skýstrókur reið yfir Arkansas-ríki í Bandaríkjunum og olli þar „töluverðu tjóni“, að því er fram kemur í tísti frá Söruh Huckabee Sanders, ríkisstjóranum í Arkansas.

New York Times segir að skýstrókurinn hafi hafi eyðilagt tré og hús nálægt Little Rock, höfuðborg Arkansas. Fleiri en 70.000 manns séu án rafmagns í ríkinu.

Borgarstjóri Little Rock, Frank Scott, hefur óskað eftir af því að Sanders sendi þjóðarvarnarlið til að aðstoða við frágang eftir skýstrókinn.

 

mbl.is