Sakfelling hindrar ekki Trump í að gefa kost á sér

Engin lög eru í gildi í Bandaríkjunum sem óheimila Donald …
Engin lög eru í gildi í Bandaríkjunum sem óheimila Donald Trump að bjóða sig fram í forsetakosningunum verði hann sakfeldur. AFP

Donald Trump fer fyrir rétt á þriðjudaginn 4. apríl samkvæmt fréttastofu BBC. Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn neitar allri sök og mun ekki vera leiddur fyrir rétt í handjárnum að sögn Joe Tacopina, lögmanns hans. Ólíklegt er að hann hljóti fangelsisvist og engin lagaákvæði óheimila honum að gefa kost á sér í forsetakjöri, verði hann sakfeldur.

Trump var í gær ákærður í tengslum við meintar mútugreiðslur til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem réttu nafni heitir Stephanie Clifford. Greiðslan í sjálfu sér er ekki ólögleg en saksóknari segir það fölsun á viðskiptaskrá að greiðsla Trump til Daniels var gerð í gegnum lögfræðing hans og merkt sem lögfræðikostnaður.  

Einnig brýt­ur það mögu­lega í bága við kosn­inga­lög, þar sem Trump er sakaður um að hafa greitt Daniels fyr­ir þögn henn­ar, til að meint ástar­sam­band þeirra myndi ekki skaða fylgi hans í kosn­ing­un­um.

Mótmælendur fyrir utan Trump Tower.
Mótmælendur fyrir utan Trump Tower. SPENCER PLATT

Ætti að mestu fjögurra ára fangelsisdóm yfir höfði sér

Fölsun á viðskiptaskrá telst vægari glæpur í New York-ríki, en takist að sanna að hann hafi brotið kosningalög, gildir það við alríkislög sem er talsvert alvarlegra.

Verði Trump sakfelldur glæp er þó ekkert sem hindrar hann í að gefa kost á sér í forsetakosningunum á ný, jafnvel á meðan hann er bak við lás og slá. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að Trump verði fangelsaður, en jafnvel þó hann hafi gerst brotlegur við alríkislög á hann í mesta lagi fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér.  

Þess má geta að í 48 ríkjum eru lög í gildi sem með einum eða öðrum hætti hindra eða banna einstaklingum, sem hafa gerst brotlegir við alríkislög að kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina