Tate bræður skulu færðir í stofufangelsi

Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu …
Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu í Rúmeníu. AFP/Daniel Mihailescu

Rúmenskur dómari hefur kveðið á um að bræðrunum Andrew Tate og Tristan Tate skuli sleppt úr varðhaldi lögreglu þegar í stað og færðir í stofufangelsi. Núverandi varðhald yfir mönnunum átti að renna út þann 29. apríl næstkomandi.

Þessu greinir BBC frá. 

Andrew Tate er vel þekktur á samfélagsmiðlum og hefur verið bannaður á þeim mörgum en hann hefur gjarnan deilt skoðunum sem einkennast af kvenhatri og eitraðri karlmennsku. 

Bræðurnir tveir voru handteknir í Rúmeníu 30. desember síðastliðinn. Mennirnir eru grunaðir um kynferðisbrot og mansal. Þá eru þeir grunaðir um að hafa staðið að skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, sem fólst meðal ann­ars í því að kon­ur voru neydd­ar til þess að taka þátt í fram­leiðslu klám­mynd­banda.

Þeir hafa neitað sök í málinu. 

mbl.is