Lituðu eitt þekktasta kennileiti Rómar svart

Aðgerðarsinnarnir voru handteknir á staðnum og fjarlægðir af svæðinu.
Aðgerðarsinnarnir voru handteknir á staðnum og fjarlægðir af svæðinu. AFP

Aðgerðarsinnar á Ítalíu lituðu vatnið í gosbrunninum La Baraccia við Spænsku þrepin í Rómarborg svart í dag til að vekja athygli á loftlagsbreytingum og mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. 

Þrír aðgerðarsinnar frá samtökunum Last Generation heltu kolefnisvökva ofan í gosbrunninn þekkta með þeim afleiðingum að vatnið litaðist svart áður en að lögregla á svæðinu handtók þá og fjarlægðu frá gosbrunninum.

Endurspeglar endalok alheimsins

Gosbrunnurinn er frá sautjándu öld og er eitt þekktasta kennileiti Rómarborgar. Hann er í laginu eins og bátur og var hannaður af ítalska höggmyndalistamanninum Pietro Bernini. 

Í tilkynningu frá samtökunum segir að svarta vatnið í gosbrunninum eigi að endurspegla óumflýjanleg endalok alheimsins vegna loftlagsbreytinga með tilheyrandi þurrkum og flóðum. 

Þetta er enn eitt listaverkið sem aðgerðarsinnar nota til að vekja athygli á  loftlagsbreytingum og mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda en eins og frægt er orðið hentu aðgerðarsinnar súpu á málverk eftir Vincent van Gogh á síðasta ári.

Vatnið í gosbrunninum var litað svart.
Vatnið í gosbrunninum var litað svart. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert