Tveir látnir eftir að loftbelgur varð alelda

Slysið átti sér stað nálægt rústum Teotihuacan rétt norðan við …
Slysið átti sér stað nálægt rústum Teotihuacan rétt norðan við Mexíkóborg. Svæðið er vinsæll staður fyrir ferðir með loftbelg. AFP

Tveir létust og ein stúlka slasaðist þegar að eldur kom upp í loftbelg nálægt Mexíkóborg í Mexíkó í gær. Slysið varð á vinsælum stað fyrir ferðir með loftbelg en þau látnu voru 50 ára karlmaður og 38 ára kona.

Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Af myndefni af atvikinu, sem var dreift á samfélagsmiðlum, að dæma stukku eða duttu farþegar loftbelgsins úr honum eftir að eldur kom upp. Stúlkan sem lifði slysið af þjáist af brunasárum og handleggsbroti.

Slysið átti sér stað nálægt rústum Teotihuacan-borgar rétt norðan við Mexíkóborg. Svæðið er vinsæll ferðamannastaður og er algengt að fólk fari í ferðir með loftbelg á svæðinu. Óvíst er hvað olli slysinu enn sem komið er en lögregla á svæðinu rannsakar nú málið.

mbl.is