Talið að Norður-Kórea ráði yfir nýrri eldflaug

Talið er að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft nýrri gerð …
Talið er að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft nýrri gerð af langdrægri eldflaug aðfaranótt fimmtudags. AFP/KCNA via KNS

Talið er að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft nýrri gerð af langdrægri eldflaug aðfaranótt fimmtudags, og sagði herráð suðurkóreska hersins í gær að líkur væru á að hin nýja flaug sé tæknilega fullkomnari en fyrri eldflaugar Norður-Kóreumanna, þar sem eldsneyti hennar hafi verið í föstu formi frekar en fljótandi.

Auðveldara er að geyma og flytja slíkar eldflaugar en þær sem nota fljótandi eldsneyti, auk þess sem það tekur skemmri tíma að undirbúa þær fyrir skot, sem aftur dregur úr líkunum á því að óvinaríki geti komið í veg fyrir eldflaugarskotið með því að eyða eldflauginni fyrirfram.

Eldflaugin fór á loft kl. 7:23 að morgni að staðartíma, eða um hálfellefuleytið í fyrrakvöld að íslenskum tíma, og flaug hún um 1.000 kílómetra áður en hún féll í Kyrrahafið. Eldflaugin fór hins vegar nógu nærri Hokkaido, nyrstu eyju Japans, til þess að almannavarnayfirvöld þar gæfu fyrirskipun til íbúa eyjarinnar um að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Var skipunin afturkölluð skömmu síðar, þegar ljóst var að eldflaugin myndi ekki lenda á japönsku yfirráðasvæði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert