Þriggja klukkustunda vopnahlé í Súdan

Átökin hafa verið grimm.
Átökin hafa verið grimm. AFP

Her Súdan og RSF-uppreisnarherinn þar í landi, hafa fallist á tillögu Sameinuðu þjóðanna um tímabundið vopnahlé. Verður þar með gert hlé á átökunum milli klukkan 16 og 19 á staðartíma, eða 14 og 17 á íslenskum tíma. 

Vopnahléið var metið nauðsynlegt til þess að koma við brýnni neyðaraðstoð á svæðinu, en átökin brutust út á laugardagsmorgun og í morgun höfðu minnst 56 almennir borgarar látið lífið. 

Afríkuráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að það muni nýta sér vopnahléið og halda tafarlaust til Súdan í þeirri von um að hrinda af stað samningaviðræðum sem gætu bundið enda á átökin.

Valdabarátta fyrrum samstarfsmanna

Fjöldi spreng­inga hafa dunið á borg­inni. Vopnað herlið hef­ur tek­ist á úti á göt­um borg­ar­inn­ar. Árás­arþotur fljúga yfir borg­ina og skriðdrek­ar fara um göt­urn­ar. 

Fyrirséð er að margir munu reyna að flýja átakasvæðið, meðan vopnahléið stendur yfir. Jafnframt verður leitast við að koma slösuðu fólki undir læknishendur. 

Her lands­ins er stjórnað af Abdel Fattah al-Bur­h­an en upp­reisn­ar­hern­um af hans næ­stráðanda Mohamed Hamd­an Daglo. Sam­an stóðu þeir að vald­arán­inu árið 2021 og hafa stjórnað land­inu sam­an síðan þá. Kastaðist í kekki milli þeirra vegna fyr­ir­hugaðrar sam­ein­ing­ar herafl­ans.

Al-Bur­h­an og Daglo hafa báðir sagt að mik­il­væg svæði borg­ar­inn­ar séu á þeirra valdi en báðir segj­ast þeir hafa völd yfir eina og sama flug­vell­in­um. Þá seg­ist upp­reisn­ar­her­inn hafa stjórn á for­seta­höll­inni. 

Báðir hafa lýst yfir stuðningi við vopnahléið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert