Rússneskt skip sást við gasleiðslu Nord Stream

Hér má sjá gaslekann sem talið er að sé afleiðing …
Hér má sjá gaslekann sem talið er að sé afleiðing skemmdarverka. AFP/Varnarmálaráðuneyti Danmerkur

Myndir náðust af skipi rússneska sjóhersins í Eystrasalti á svæðinu þar sem gasleiðslur Nord Stream voru skemmdar í september.

Skipið SS-750 er sérstaklega útbúið fyrir neðansjávaraðgerðir, að því að fram kemur í frétt danska dagblaðsins Information.

Þar segir að myndir hafi náðst af skipinu um fjórum dögum áður en gasleiðslurnar sprungu. Skipið er útbúið litlum kafbáti.

„Danski herinn hefur staðfest að 26 ljósmyndir hafi verið teknar af rússneska skipinu frá dönsku eftirlitsskipi á svæðinu austur af Bornholm 22. september 2022,“ segir í frétt Information.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert