Myndband: Átök mótmælenda og lögreglu í Frakklandi

Átök brutust út á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Frakklandi í dag. Innviðaráðuneytið telur að 782.000 manns hafi mótmælt í Frakklandi í dag, þar af 112.000 manns í höfuðborginni París.

Um­deildu frum­varpi Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta um að hækka elli­líf­eyris­ald­ur í land­inu úr 62 árum í 64 ár var tilefni mótmælanna.

Mótmælendur í París köstuðu hlutum í lögreglu og brutu rúður í bönkum og fasteignasölum. Lögreglan beitti þar táragasi og sprautuðu vatni á mótmælendur.

Einn lögreglumaður varð fyrir eldsprengju og brenndist illa á annarri hönd og á andliti.

Lögreglan segist hafa handtekið 46 manns í París það sem af er degi.

Lögreglan beitti táragasi í Toulouse í Suður-Frakklandi og í borginni Nantes í vesturhluta landsins. Kveikt var í fjórum bílum í Lyon.

mbl.is