Prota­sevitsj dæmdur í átta ára fangelsi

Hvítrússneski blaðamaðurinn Rom­an Prota­sevitsj.
Hvítrússneski blaðamaðurinn Rom­an Prota­sevitsj. AFP/Stringer

Hvítrússneski blaðamaðurinn Róm­an Prota­sevitsj hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja mótmæli gegn núverandi stjórn ríkisins. 

Í maí árið 2021 voru Prota­sevitsj og kærasta hans, Sofia Sapega, hand­tek­inn í Minsk eftir að farþegaþot­unni sem þau voru farþegar í var gert að lenda þar á leið frá Aþenu til Vilníus.

Hvítrússneskir fjölmiðlar greina frá fangelsisdóminum en saksóknarar fóru fram á að Prota­sevitsj yrði dæmdur í tíu ára fangelsi.

Hann hefur verið í stofufangelsi síðan í júní árið 2021. Er réttarhöldin hófust yfir honum í febrúar birtu hvítrússneskir fjölmiðlar myndskeið af Prota­sevitsj játa sök sína. 

Í viðtali við blaðamann sumarið 2021 sagði hví­trúss­neski mann­rétt­inda­frömuður­inn og stjórn­mála­kon­an, Svetl­ana Ts­íkanovskaja, að eina hlutverk blaðamannsins væri að lifa af. Í mars á þessu ári var Ts­íkanovskaja dæmd í 15 ára fangelsi. 

Talið er að um 1.500 pólitískir fangar séu fangelsaðir í Hvíta-Rússlandi.

mbl.is