Gervigreind sem olía á verkfallsbálið

Handritshöfundar í verkfalli mótmæla fyrir utan kvikmyndaver Disney í Burbank …
Handritshöfundar í verkfalli mótmæla fyrir utan kvikmyndaver Disney í Burbank í Kaliforníu í Bandaríkjunum. AFP/Robyn Beck

Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðendur á borð við Netflix og Disney neita að útiloka að gervigreind geti í framtíðinni unnið starf handritshöfunda. Hefur þetta verið sem olía á eld í verkfallsbaráttu handritshöfunda, sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum.

Samtök handritshöfunda í Bandaríkjunum (e. Writers Guild of America, eða WGA) hafa lagt til í kjaraviðræðunum að bindandi samningar verði gerðir um notkun gervigreindar við ritstörf.

Vilja höfundar að ekkert sem sé skrifað af gervigreind teljist bókmenntir (e. literary) eða sem heimildarefni (e. source material). Þá eigi að banna að handrit skrifuð af höfundum WGA verði notuð til að þjálfa gervigreind.

Talsmenn WGA segja að framleiðendur hafi hafnað tillögunum og lagt til í staðinn að fundað verði einu sinni á ári með handritshöfundum til að „ræða tæknilegar framfarir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert