Fyrsta stig gagnsóknar Úkraínu hafið

Fyrsta stig gagnsóknar Úkraínu er hafið. Til marks um það eru sprengingar Rússlandsmegin á Krímskaga og birgðastöðvar á bak við víglínu Rússa. Þar með er verið að móta komandi vígvöll. Þetta segir Stefán Gunnar Sveinsson blaðamaður á Morgunblaðinu, sem fjallað hefur um átökin í Úkraínu frá upphafi. 

Stefán er gestur þeirra Gísla Freys Valdórssonar og Stefáns Einars Stefánssonar í þætti dagsins af Dagmálum. Hann segir mikilvægt að gefa Úkraínuher tíma til þess að tímasetja gagnsóknina rétt. Þótt blaðamenn á Vesturlöndum geri mikið úr því að ekkert hafi orðið ágengt í þessum efnum enn sem komið er, þýði það í raun ekki neitt.

Mestu skiptir að ef gagnsóknin heppnast þá gæti það bundið enda á stríðið. Sömuleiðis gætu miklar ófarir, þar sem yfirráðum Rússa á Krímskaga væri ógnað, leitt til rósta í Rússlandi og breytinga þar í landi. Viðtalið við Stefán Gunnar er hluti af flokki viðtala á vettvangi Dagmála sem tileinkuð eru öryggis- og varnarmálum.

Í brotinu ræðir hann um gagnsókn Úkraínumanna og færir rök fyrir því að fyrstu stig hennar séu hafin. Áskrifendur geta horft á þáttinn í fullri lengd eða hlustað á hann í hlaðvarpsformi.

Pólskur Leopard-skriðdreki sambærilegur þeim sem Úkraínumenn hafa nú til umráða, …
Pólskur Leopard-skriðdreki sambærilegur þeim sem Úkraínumenn hafa nú til umráða, en vopnasendingar lýðræðisríkja til Úkraínumanna eru grundvöllur fyrir gagnsókninni. AFP/Wotjek Radwanski
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert