Eitt af elstu ljónum heims drepið

Loonkiito er talinn hafa verið eitt elsta ljón heims, en …
Loonkiito er talinn hafa verið eitt elsta ljón heims, en hann var 19 ára gamall. Facebook/Lions Guardians

Villt karlljón, sem talið var eitt elsta ljón í heimi, var drepið með spjóti að sögn yfirvalda í Keníu. 

Paula Kahumbu, forstjóri samtakanna WildlifeDirect, sagði í samtali við fréttastofu BBC að landið verði að gera meira til að hlúa að ljónum sem eigi á hættu að verða útrýmt.

Ljónið, sem kallaðist Loonkiito sat um búfé í þorpinu Olkelunyiet í Kenía, þegar smalar drápu það með spjótum. Loonkiito var 19 ára en flest villt ljón lifa í um 13 ár í náttúrunni.

Þorpið liggur við Amboseli þjóðgarðinn - í suðurhluta Kenýa, en náttúruverndarsamtökin Lion Guardians sögðu að Loonkiito vera elsta karlljónið í vistkerfinu og mögulega í Afríku. 

Samtökin segja þurrkatímabil nýverið hafa tekið enda, sem gerir ljónum erfiðara að veiða villta bráð, en þau snúi sér þá í örvæntingu sinni að búfé nærliggjandi þorpa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert