Uppbygging kjarnorkuvera háð Rússum

Rosatom er nú að reisa þetta kjarnorkuver í Akkuyu í …
Rosatom er nú að reisa þetta kjarnorkuver í Akkuyu í Tyrklandi og mun eiga það og reka. AFP/Ozan Kose

Uppbygging kjarnorkuvera hefur tekið nokkurn kipp á síðustu misserum og hafa bæði Bandaríkin og svo ýmis ríki Evrópu opnað ný kjarnorkuver og/eða sett upp nýja kjarnaofna við þau ver sem fyrir voru. Einn helsti vandinn við áframhaldandi uppbyggingu kjarnorkuveranna er þó sá, að kjarnaeldsneytið í ofnana kemur einkum frá Rosatom, rússnesku kjarnorkumálastofnuninni.

Um fimmtungur af allri þeirri orku sem er nýtt í Bandaríkjunum kemur frá kjarnorkuverum, og í Evrópu eru rétt rúmlega 25% allrar orku kjarnorka. Þó að kjarnorkan þyki umhverfisvæn miðað við brennslu jarðefnaeldsneytis, þar sem henni fylgir engin losun kolefnis, hefur nokkur andstaða ríkt við notkun hennar.

Hefur þar eflaust minningin um slys á borð við Tsjernóbyl ekki hjálpað til, en aðrir þættir koma þar líka inn í. Bæði er dýrt að reisa slík ver, en kostnaðurinn getur hlaupið á milljörðum bandaríkjadala, auk þess sem þeim fylgja viss vandamál varðandi losun úrgangs.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert