Ákæra vegna sölu á njósnabúnaði til Tyrklands

Auglýsingar í aðdraganda kosninga í Tyrklandi.
Auglýsingar í aðdraganda kosninga í Tyrklandi. AFP/Ozan Kose

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært fjóra fyrrverandi stjórnendur tæknifyrirtækisins FinFisher fyrir að hafa selt tyrknesku leyniþjónustunni hugbúnað sem auðveldar henni að fylgjast með stjórnarandstöðunni þar í landi. Hugbúnaður FinFisher er ætlaður til að auðvelda löggæslu og eftirlitsstofnunum störf sín.

Ákæran gegn fyrrverandi stjórnendunum kveður á um að þeir hafi brotið reglur Evrópusambandsins um að selja hugbúnað út úr sambandinu án tilskilinna leyfa. Reglugerðin beinist að hugbúnaði sem hægt er að nota í tvíþættum tilgangi, það er bæði í hernaðarlegum og borgaralegum. FinSpy, hugbúnaður fyrirtækisins, getur komist inn í og náð stjórn á utanaðkomandi tölvum og snjallsímum og fylgst með fjarskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert