Telja Úkraínumenn hafa sprengt Nord Stream

Lekar hafa orðið úr Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum.
Lekar hafa orðið úr Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. AFP

Þjóðverjar draga nú í efa að Rússar beri ábyrgð á skemmdum sem unnar voru á Nord Stream gaslínunni í Eystrasalti í september síðastliðnum. Tengsl Úkraínu við sprenginguna eru nú sögð til skoðunar.

Þessu greinir breska dagblaðið Times frá.

Í umfjölluninni kemur fram að nú sé talið ólíklegt að Rússar standi á bak við skemmdarverkin. Bendi gagnrýnisraddir á að það gæti varla verið Rússum í hag að vinna skemmdir á einhverju sem myndi gera áhrif þeirra í Evrópu ljós, ef á þau þyrfti að minna.

Greint er frá því að þýska alríkislögreglan telji nú að farþegar snekkju sem hafi verið bryggjuna hjá Christiansø, nærri staðnum sem sprengingin varð, beri ábyrgð á skemmdarverkinu.

Kenningin sé sú að tveir af þeim sex sem sagðir eru hafa verið um borð í snekkjunni séu frá Úkraínu og annar þeirra sé fyrrverandi hermaður.

Farþegarnir hafi fengið tvo kafara með sér í lið á snekkjunni og fengið þá til þess að koma sprengjum fyrir á sjötíu metra dýpi. Talið er þó að erfitt hefði verið að framkvæma slíka aðgerð á lítilli snekkju, án kafbátar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert