Staðfesta leit vegna hvarfs Madeleine

Mynd sem var tekin í morgun af leitinni.
Mynd sem var tekin í morgun af leitinni. AFP/Filipe Amorim

Rannsakendur í Portúgal hafa hafið nýja leit í tengslum við hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann árið 2007.

Þetta staðfesta þýskir saksóknarar í yfirlýsingu. Portúgölsk stjórnvöld hafa umsjón með leitinni með stuðningi þýsku lögreglunnar, að sögn saksóknara í þýsku borginni Brunswick.

Fjölmargir taka þátt í leitinni.
Fjölmargir taka þátt í leitinni. AFP/Filipe Amorim

Engar frekari upplýsingar voru gefnar í yfirlýsingunni „af rannsóknarástæðum”. Saksóknarinn Hans Christian Wolters greindi AFP-fréttastofunni þó frá því að leit væri að hefjast.

Portúgalskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að leitin væri fyrirhuguð án þess að vitna í þýska saksóknara.

AFP/Filipe Amorim

Þrátt fyrir mikla leit að Madeleine, sem hvarf er hún var í fríi í Praia da Luz í Portúgal með foreldrum sínum þegar hún var þriggja ára, hefur hún ekki fundist.

mbl.is