Flutningur á kjarnavopnum hafinn

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í myndbandsávarpi að flutningur á …
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í myndbandsávarpi að flutningur á vopnum væri hafinn. AFP

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Rússar séu byrjaðir að flytja kjarnavopn til landsins. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu, sem er í útlegð, segir að flutningur vopnanna sé ógn gegn allri Evrópu.

Greint var frá því í mars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlaði að láta flytja kjarnavopn vest­ur yfir landamærin til Hvíta-Rúss­lands. Þá sagðist hann hafa náð sam­komu­lagi við Lúkasjenkó.

„Flutningur kjarnavopna er hafinn,“ tilkynnti Lúkasjenkó í myndvarpsávarpi til þjóðar sinnar. Hann bætir við að það sé mögulegt að vopnin séu þegar komin til landsins.

Ógn gegn allri Evrópu

Í kjölfar ávarps Lúkasjenkós birti Tsíkanovskaja færslu á Twitter þar sem hún sagði flutning vopnanna til Hvíta-Rússlands vera ógn gegn Evrópu og Úkraínu.

„Í dag skrifaði hvítrússneska ríkisstjórnin undir samning með Rússlandi sem snýr að flutningi kjarnorkuvopna, Það myndi ekki aðeins stefna lífum hvítrússneskra borgara í hættu, heldur einnig skapa nýja ógn gegn Úkraínu og allri Evrópu,“ skrifar hún á samfélagsmiðilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert