Sala hergagna eykst í Bandaríkjunum

Sala á bandarískum hergögnum hefur aukist milli undanfarinna mánaða
Sala á bandarískum hergögnum hefur aukist milli undanfarinna mánaða AFP

Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að sala á bandarískum framleiðsluvörum hefði aukist um rúmt prósent á milli mánaða, áframhald ákveðins mynsturs undanfarna mánuði.

Munar þar mest um hergagnaframleiðslu, en pöntunum á herflugvélum og varahlutum í þær hefur fjölgað um þriðjung á milli mánaða.

Óvissa í alþjóðamálum ræður hér miklu en núverandi ástand er ekki bara hagsælt bandarískum iðnaði.

Rubeela Farooqi, hagfræðingur bandarískra stjórnvalda, segir að hár lánakostnaður og ströng lánaskilyrði standi bandarískum iðnaði fyrir þrifum.

Sala á öðrum vörum sem ekki eru ætlaðar í hernað, svo sem á tölvum og flugvélum, hefur minnkað á milli mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert