Erdogan lýsir yfir sigri

Recep Tayyip Erdogan hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum.
Recep Tayyip Erdogan hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum. AFP/Murad Sezer

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru þar í landi í dag. Erdogan hefur setið á forsetastóli í tvo áratugi og með sigrinum hefur hann tryggt sér fimm ár í viðbót. 

Þegar nær öll atkvæða, um 97% samkvæmt nýjustu tölum, hafa verið talin er Erdogan með 52% atkvæða. 

„Við munum stýra landinu næstu fimm ár,“ sagði Erdogan af þaki rútu í Istanbúl í dag. 

Seinni umferð forsetakosninganna fór fram í dag, en sú fyrri fór fram 14. maí síðastliðinn. Þar voru Erdogan og Kemal Kilicdaroglu hlutskarpastir og stóð því valið á milli þeirra í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert