Fannst á lífi eftir þriggja daga leit

Kisi litli lifði volkið af.
Kisi litli lifði volkið af. Skjáskot/BBC

Kettlingur fannst á lífi í regnvatnslögn í Beirút í Líbanon eftir að hafa verið fastur þar í þrjá daga. Sjálfboðaliðar frá dýraverndunarsamtökum í Líbanon notuðu litlar myndavélar til að finna nákvæma staðsetningu hans áður en honum var fagnað. 

Þegar kisa litla var bjargað fagnaði fólkið á götunni og heyrðist sagt að nú myndi hann heita Beirút. 

mbl.is