Fjórir ferðamenn létust er bát hvolfdi

Maggiore vatn er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Maggiore vatn er vinsæll áfangastaður ferðamanna. AFP/Gabriel Bouys

Fjórir ferðamenn létust þegar bát þeirra hvolfdi í sterkri vindhviðu á Maggiore vatni á Ítalíu í gær. Ferðamennirnir voru hluti af stærri hópi sem var í bátsferð en um 20 öðrum var bjargað úr vatninu eða náðu að synda að í land.

Atvikið átti sér stað sunnarlega á vatninu en veðrið breyttist skyndilega og varð mjög stormasamt. Bátinn hvolfdi og sökk hann hratt í kjölfarið, samkvæmt sjónarvottum. Um borð í bátnum voru bæði ítalskir og erlendir ferðamenn.

Maggiore vatn, sem er staðsett sunnarlega í Ölpunum, er annað stærsta vatn á Ítalíu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert