Skýringin á græna litnum fundin

Skýringin á græna litnum er fundin, en ráðgátan er þó …
Skýringin á græna litnum er fundin, en ráðgátan er þó ekki alveg leyst. AFP/Stringer

Flúrskinslausn olli því að síki Feneyja voru græn þegar borgarbúar vöknuðu að morgni hvítasunnudags. Flúrskinslausn er ekki eitruð og mengar ekki síkin. Er það efni sem í raun er notað til að rannsaka frárennsliskerfi. 

Stjórnvöld í Feneyjum greindu frá þessu í dag en litur síkjanna vakti furðu margra í gær. Ráðist var í rannsókn á litnum á örskotsstundu. 

Rannsókn stendur þó enn yfir þó búið sé að skera úr um hvað olli litabreytingunni, þá er ekki enn vitað hvers vegna hún varð. Þá eru uppi tilgátur um að aðgerðasinnar hafi litað síkin græn til þess að vekja athygli á umhverfismálum. 

Það væri ekki í fyrsta sinn sem aðgerðasinnar grípa til þess að lita síkin græn. Það gerði listamaðurinn argentínski, Nicolas Garcia Uriburu, árið 1968 til að vekja athygli á umhverfismálum.

mbl.is