Danir þrefalda framlög til varnarmála

Danskar F-16-orrustuþotur á Skrydstrup-herflugvellinum skammt frá Vojens. Danir boða þreföldun …
Danskar F-16-orrustuþotur á Skrydstrup-herflugvellinum skammt frá Vojens. Danir boða þreföldun í framlögum til varnarmála. AFP/Bo Amstrup

Danir munu næsta áratuginn þrefalda fjárframlög sín til varnarmála. Þetta tilkynnti danska ríkisstjórnin í morgun sem lið í þeirri viðleitni sinni að ná upp í það markmið Atlantshafsbandalagsins fyrir árið 2030 að verja tveimur prósentum þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna til varnarmála.

„Ríkisstjórnin vill styrkja varnir landsins og öryggi umtalsvert með um það bil 143 milljörðum króna næstu tíu árin,“ segir í yfirlýsingu Troels Lund Poulsen, starfandi varnarmálaráðherra, um framlagið en sú upphæð jafnast á við 2.870 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert