Hefur miklar áhyggjur af lögum gegn samkynhneigð

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP/Hassan Ali Elmi

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af lagafrumvarpi sem samþykkt var í Úganda sem kveður um að herða lög gegn sam­kyn­hneigð í landinu. Yoweri Museveni, for­seti Úganda, samþykkti fumvarpið í gær.

Sam­kvæmt frumvarpinu er ekki refsi­vert fyr­ir fólk að skil­greina sig sem sam­kyn­hneigt, en það að „taka þátt í sam­kyn­hneigðu at­hæfi“ getur varðað lífstíðarfang­elsi. Þá geti fólk átt yfir höfði sér dauðarefs­ingu fyr­ir end­ur­tekn­ar at­hafn­ir, en Úganda hef­ur ekki gripið til dauðarefs­ing­ar í mörg ár.

„Við höfum miklar áhyggjur af aðgerðunum gegn samkynhneigðum í Úganda,“ segir talsmaður Guterres. „Framkvæmdastjórinn hefur verið afar skýr í sínu máli og ætlar að halda áfram að kalla eftir því að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styðji við almennu mannréttindayfirlýsinguna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert