Hinn slasaði handtekinn og grunaður um morðið

Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar sem varð í Svíþjóð …
Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar sem varð í Svíþjóð fyrr í dag. AFP

Maður sem fannst slasaður í kjölfar skotárásar í Stokkhólmi í dag hefur verið handtekinn og er grunaður um morð.

Greint var frá því í dag að einn hafi látist í skotárás í Hagalund í Stokkhólmi og annar slasast. Sænska dagblaðið Aftonbladet greinir frá því að hinn slasaði hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar árásarinnar en hafi nú verið handtekinn vegna gruns um morð.

Blaðið segir að maðurinn sem lést hafi verið um 35 ára aldur en sá slasaði sé á þrítugsaldri.

Skot­hvell­ir heyrðust rétt eft­ir klukk­an 17 að staðar­tíma í dag (kl. 15 að ís­lensk­um tíma). Heyrnarvottur seg­ist hafa heyrt 7-8 hvelli í röð en sjálfvirkt skotvopn fannst í runna á vettvangi, samkvæmt heimildum sænska fjölmiðilsins.

Einn annar einstaklingur hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

mbl.is