Segjast hafa eyðilagt „síðasta herskip“ Úkraínu

Yuri Olefirenko.
Yuri Olefirenko. Ljósmynd/Wikipedia.org

Rússar segjast hafa eyðilagt síðasta stóra herskip úkraínska sjóhersins. Þeir segja skipið hafa verið staðsett í höfn borgarinnar Odessa í suðurhluta landsins.

„29. maí hæfði nákvæm loftárás rússneska flughersins höfn í Odessa og eyðilagði síðasta herskip úkraínska sjóhersins, Yuri Olefirenko,“ sagði í tilkynningu frá rússneska hernum.

Talsmaður úkraínska sjóhersins vildi ekki tjá sig um málið við AFP-fréttastofuna.

Úkraínskur hermaður stendur við hlið skriðdreka skammt frá borginni Odessa …
Úkraínskur hermaður stendur við hlið skriðdreka skammt frá borginni Odessa í síðasta mánuði. AFP/Bo Amstrup

Skipið hét áður Kirovgrad en fékk annað nafn árið 2016 til heiðurs úkraínskum sjóliða sem var drepinn skammt frá Maríupol árið 2015.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heiðraði áhöfn skipsins fyrir um ári síðan.

mbl.is