Skoskur kastali til sölu á 5 milljónir

Brough Lodge var byggður á fyrri hluta 19. aldar af …
Brough Lodge var byggður á fyrri hluta 19. aldar af kaupmanninum Arthur Nicolson. Ljósmynd/Brough lodge trust

Kastali er til sölu á Hjaltlandseyjum fyrir 30 þúsund pund, eða rúmar fimm milljónir króna. Sá sem kaupir kastalann þarf þó að eiga tólf milljónir punda, eða um tvo milljarða króna, í viðgerðir. 

BBC greinir frá því að hinn 200 ára gamli kastali Brough Lodge á eyjunni Fetlar sé til sölu. Jörð kastalans er um 16 hektarar. 

Árið 1998 voru stofnuð samtök til að vernda kastalann og leita þau nú að „góðgerðarsömum frumkvöðli“ til þess að breyta kastalanum í gististað.

Tillögur samtakanna gera ráð fyrir varðveislu upprunalegu bygginganna, ásamt því að byggja 24 hótelherbergi og veitingastað. 

Tillögur samtakanna gera ráð fyrir varðveislu upprunalegu bygginganna, ásamt því …
Tillögur samtakanna gera ráð fyrir varðveislu upprunalegu bygginganna, ásamt því að byggja 24 hótelherbergi og veitingastað. Ljósmynd/Brough lodge trust

Brough Lodge var byggður á fyrri hluta 19. aldar af kaupmanninum Arthur Nicolson. Síðasti íbúi kastalans flutti á brott á níunda áratugnum. Árið 2007 gaf Olive Borland, afkomandi Nicolson, Brough Lodge-samtökunum kastalann. 

Núna búa 61 manns á Fetlar-eyju og er gert ráð fyrir að uppbygging kastalans geti skapað störf fyrir 14 manns. 

Jörð kastalans er um 16 hektarar.
Jörð kastalans er um 16 hektarar. Ljósmynd/Brough lodge trust
mbl.is