Borðuðu svan sem þau héldu að væri önd

Unglingarnir, vinir þeirra og fjölskylda borðuðu svaninn því þau héldu …
Unglingarnir, vinir þeirra og fjölskylda borðuðu svaninn því þau héldu að hann væri bara afar stór önd. AFP

Þrír unglingar í New York-ríki voru handteknir fyrr í dag fyrir að drepa og borða svan sem þeir héldu að væri önd. Svanurinn hét Faye og var hún drepin um helgina við tjörn í bænum Manlius, að sögn lögreglu.

Hin grunuðu tóku einnig álftarungana hennar, alls fjóra talsins, sem þau ætluðu sér að eiga sem gæludýr. Lögregla fann ungana þar sem þeir voru faldir í verslun þar sem eitt hinna grunuðu vann. Hins vegar voru örlög hennar Faye önnur.

„Fjölskylda og vinir þeirra átu svaninn. Þau héldu að þetta væri bara mjög stór önd,“ segir Kenneth Hatter, varðstjóri lögreglurnar í Manlius. „Þau vissu ekki að hún væri ekki villt dýr eða að hún væri í eigu bæjarins.“

Hin grunuðu voru á 16, 17 og 18 ára aldri. Þau voru handtekin fyrir þjófnað og að hafa valdið glæpsamlegum skaða.

Svanir hafa verið tákn Manlius í áratugi, en bærinn er í nágrenni Syracuse þar sem um 4.600 manns búa.

„Þetta er sorglegt,“ segir Paul Whorral bæjarstjóri. „Þetta er eins og að missa fjölskyldumeðlim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert