Karlmaður á fimmtugsaldri ákærður fyrir morðin

Eld­ur kviknaði í fjög­urra hæða far­fugla­heim­il­inu Loa­fers Lod­ge í miðborg …
Eld­ur kviknaði í fjög­urra hæða far­fugla­heim­il­inu Loa­fers Lod­ge í miðborg Wellington. AFP/Marty Melville

48 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir fimm morð í tengslum við eldsvoða á far­fugla­heim­ili í Well­ingt­on, höfuðborg Nýja-Sjá­lands um miðjan maí.

Eld­ur kviknaði í fjög­urra hæða far­fugla­heim­il­inu Loa­fers Lod­ge í miðborg Wellington. Fimm karlmenn á aldrinum 50 til 67 ára létu lífið.

Tæplega 100 manns þurftu að yfirgefa farfuglaheimilið er eldurinn kviknaði að nóttu til. 

Fimm karlmenn á aldrinum 50 til 67 ára létu lífið.
Fimm karlmenn á aldrinum 50 til 67 ára létu lífið. AFP/Marty Melville
mbl.is