Fjöldi látinna kominn yfir 200

Yfir 120 hafa látið lífið vegna árekstursins.
Yfir 120 hafa látið lífið vegna árekstursins. AFP

Staðfest dauðsföll í lest­ar­slysinu sem varð í Aust­ur-Od­isha héraði á Indlandi í dag eru nú komin yfir 207 talsins. Þar að auki eru 850 manns slasaðir, margir alvarlega.

Slysið gerðist um klukk­an 19 að staðar­tíma þegar þrjár lest­ir skullu sam­an, þar af tvær farþegalestir.

„Þetta er afar sorglegt atvik og batahorfur eru ekki góðar,“ segir Sudhanshu Sarangi, varðstjóri slökkviliðsins í Odisha, og bætir við að margir hafi hlotið slæma höfuðáverka.

Hann segir marga enn alvarlega slasaða og að tala staðfestra dauðsfalla geti hækkað.

mbl.is