„Gæti ekki verið betra!“

Um eitt hundrað manns söfnuðust saman við höfnina í Kaupmannahöfn til að stunda jóga og drekka bjór á sama tíma.

Þetta óvenjulega jóganámskeið hefur verið starfrækt í fjögur ár og virðist njóta umtalsverðra vinsælda.

„Að stunda smá æfingu og drekka bjórinn sinn á sama tíma gæti ekki verið betra!” sagði einn iðkendanna.

mbl.is