Myndskeið: Háhyrningar gerðu gat á bátsskrokkinn

Háhyrningar hafa verið til vandræða við strendur Spánar á árinu.
Háhyrningar hafa verið til vandræða við strendur Spánar á árinu. Ljósmynd/Christian Schmidt

Hópur háhyrninga réðst á bát við strendur Spánar á þriðjudaginn með þeim afleiðingum að gat kom á bátinn. Sjór byrjaði fljótlega að seytla inn í bátinn og þurfti að kalla til viðbragðsaðila til að koma í veg fyrir að báturinn sykki. 

Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Háhyrningar hafa verið til vandræða við strendur Spánar á árinu en nú þegar hafa tugir atvika verið tilkynnt þar sem þeir skemma eða ráðast á skip eða báta.

Sjóbjörgunarsveitir á svæðinu svöruðu kallinu og voru fljótlega komnar á vettvang og gátu dregið bátinn í land áður en hann sökk. Fjórir voru um borð þegar atvikið átti sér stað en enginn slasaðist.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndskeið af atburðinum.

mbl.is