Hálf milljón mótmælti í Póllandi

Fjöldi fólks mótmælti í Varsjá.
Fjöldi fólks mótmælti í Varsjá. AFP/Wojtek Radwanski

Hálf milljón mótmælenda safnaðist saman í miðbæ Varsjár, höfuðborgar Póllands, í morgun að sögn stjórnarandstöðunnar í landinu.

Sagði hún mótmælin gegn ríkisstjórninni vera þau fjölmennustu síðan kommúnisminn leið undir lok fyrir 30 árum síðan.

Donald Tusk á mótmælunum í dag.
Donald Tusk á mótmælunum í dag. AFP/Wojtek Radwanski

Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, Nóbelsverðlaunahafi og leiðtogi baráttunnar gegn kommúnismanum, tók þátt í mótmælunum, en þingkosningar í landinu eru fyrirhugaðar í haust.

Fólk koma víða að til að taka þátt í mótmælunum eftir að Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Civic Platform, hvatti til mótmæla gegn „háum kostnaði við að hafa í sig og á, svikum og lygum og til stuðnings lýðræði, frjálsum kosningum og Evrópusambandinu”.

AFP

Leiðtogar flestra stjórnarandstöðuflokkanna hvöttu stuðningsmenn sína til að taka þátt í göngunni gegn þjóðernisflokknum Lög og regla (PiS) sem Jaroslaw Kacynski leiðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert